Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Isak áfram á bekknum - Sesko byrjar
Mynd: SvFF
Undankeppni HM 2026 er í fullum gangi þessa dagana. Það eru sjö leikir á dagskrá í kvöld klukkan 18:45.

Svíþjóð heimsækir Kósovó í 2. umferð í B riðli en Sviar gerðu jafntefli gegn Slóveníu í fyrstu umferð. Alexander Isak, dýrasti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar, er á bekknum í kvöld.

Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni þar sem hann fór í verkfall til að koma sér burt frá Newcastle og til Liverpool. Hann kom ekkert við sögu gegn Slóveníu. Viktor Gyökeres byrjar frammi í kvöld. Anthony Elanga er einnig í byrjunarliðinu.

Giovanni Leoni, 18 ára ítalskur varnarmaður, var valinn í ítalska hópinn í fyrsta sinn eftir að hann gekk til liðs við Liverpool frá Parma í sumar. Hann er ekki í hópnum gegn Ísrael í kvöld, hann var heldur ekki með gegn Eiistlandi fyrir helgi.

Benjamin Sesko er í byrjunarliði Slóvena gegn Sviss á útivelli. Sviss lagði Kósovó í fyrstu umferð.

Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, og Gianluigi Donnarumma, nýr markvörður Man City, eru í byrjunarliðinu. Rasmus Höjlund og Patrick Dorgu eru á bekknum hjá Danmörku gegn Grikklandi. Andy Robertson, John McGinn, Billy Gilmour og Scott McTominay eru í byrjunarliði Skota gegn Belarús.

Grikkir eru með 3 stiig í C riðli, Skotar og Danir eitt og Belarús án stiga.
Athugasemdir