
Mikael Egill Ellertsson settist niður með Fótbolti.net á hóteli liðsins í París sem var fundið eftir marga hringi í leigubíl í borg ástarinnar.
„Smá þreyttur en maður er vanur að spila og það er gaman að spila". sagði Mikael við því hvort það væri þreyta eftir 90 mínutur í heimaleiknum.
En eigum við séns gegn þessu sterka Franska liði?
„Við eigum alveg séns, fyrir mér er þetta bara alvöru leikur," segir bakvörður landsliðisns.
Á blaðammanfundi Franska landsliðsins var lítið talað um og spurt út í Íslenska liðið. Getum við eitthvað nýtt okur það hvað Frakkar eru uppteknir af því hvernig Didier Deschamps notaði ákveðna leikmenn PSG of mikið fyrir smekk sumra í París?
„Er það ekki bara Frakkinn? Hugsar meira um sjálfan sig en aðra," segir Mikael sem leikur með Genoa í Seriu A á Ítalíu.
Þjálfari Genoa er gosögnin Patrick Viera, er hann eitthvað að gantast með að Mikael sé að spila á móti heimalandinu sínu?
„Hann var ekkert að segja við mig áður en ég fór. Fyrst og fremst frábær þjálfari og frábær manneskja."
Erum við himinlifandi ef við náum jafntefli á morgun?
„Persónulega stefni ég alltaf á sigur, okkar markmið er að sjálfsögðu að gefa þeim leik," sagði Mikael Egill að lokum.