Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
U21: Svekkjandi jafntefli gegn Eistum
Benoný Breki Andrésson skoraði mark Íslands
Benoný Breki Andrésson skoraði mark Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eistland U21 1 - 1 Ísland U21
1-0 Tristan Pajo ('39 )
1-1 Benoný Breki Andrésson ('87 )
Rautt spjald: Júlíus Mar Júlíusson, Ísland U21 ('37)
Lestu um leikinn

Íslenska U21 landsliðið gerði jafntefli gegn Eistlandi ytra í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2027 í dag.

Benoný Breki Andrésson komst í gott færi eftir sendingu frá Eggerti Aroni Guðmundssyni en Ott Nömm í marki Eista varði vel frá honum. Strax í kjölfarið voru Íslendingar heppnir að lenda ekki undir þegar Kristjan Kriis skaut framhjá á opið markið.

Íslenska liðið lenti í vandræðum undir lok fyrri hálfleiks þegar Júlíus Mar Júlíusson fékk tvö gul með tveggja mínútna millibili og þar með rautt.

Eistland fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn og Tristan Pajo skoraði úr henni. Lúkas Petersson var í boltanum en úlnliðurinn ekki nógu sterkur.

Íslenska liðið fékk góð tækifæri í seinni hálfleik til að koma boltanum í netið. Hlynur Freyr Karlsson var nálægt því þegar hann átti skalla eftir hornspyrnu en boltinn beint á Nömm.

Eistland var nálægt því að gera út um leikinn undir lokin þegar Egert Õunapuu slapp í gegn og Lúkas var í einskismannslandi en Öunapuu átti lélegt skot langt framhjá.

Á lokamínútum leiksins átti Hlynur Freyr laglega sendingu inn fyrir vörn Eista á Benoný Breka sem kláraði færið vel og jafnaði metin. Það var nægur tími til að koma sigurmarkinu inn og Hinrik Harðarson var nálægt því þegar hann átti lúmskt skot en Nömm kom fætinum í boltann.

Nömm var í stuði því hann varði fast skot frá Benoný í blálokin. Nær komust Íslendingar ekki og jafntefli niðurstaðan.

Ísland er með eitt stig eftir tvo leiki en Eistalnd er með eitt stig eftir þrjá leiki.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Færeyjar 2 2 0 0 4 - 2 +2 6
2.    Sviss 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
3.    Frakkland 0 0 0 0 0 - 0 0 0
4.    Lúxemborg 0 0 0 0 0 - 0 0 0
5.    Ísland 1 0 0 1 1 - 2 -1 0
6.    Eistland 2 0 0 2 1 - 4 -3 0
Athugasemdir
banner
banner