
„Við vorum frábærir, varnar og sóknarlega. Þetta var kannski ekki fallegasti fótboltinn en við vorum ekki að gefa neitt frá okkur og þeir voru ekki að skapa neitt. Þegar maður horfir yfir þessar 95 mínútur þá var þetta frábær leikur í alla staði," sagði vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, Ari Freyr Skúlason eftir 2-0 sigur liðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Tyrkland
„Við fengum mikilvæg mörk í lokin í fyrri hálfleik og við ætluðum ekki að hleypa þeim inn í leikinn með ódýru marki, þannig við vorum mjög öruggir. Öll varnarvinnan hjá liðinu var frábær."
„Theodór Elmar kemur frábær inn í liðið og var öflugur bæði varnar og sóknarlega. Birkir tók einnig hlutverki Arons Einars mjög vel og er sterkur í öllum návígum og duglegur að dreyfa boltanum," sagði Ari sem var ánægður með heildarvinnu liðsins.
„Ef við horfum yfir heildina þá er þetta frábær liðsvinna og við vorum vel gíraðir fyrir þennan leik."
Aron Einar Gunnarsson tók út leikbann í leiknum í kvöld og það var því hlutverk Ara Freys að taka innköstin í leiknum í kvöld.
„Maður er ekki með þessar spyrnur sem Aron er með. Maður getur kastað nokkuð langt en þetta er ekki alveg eins."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir