Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 09. október 2020 17:48
Elvar Geir Magnússon
Tólfan verður aftur á sunnudaginn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tólfan mun aftur fá 60 sæti á landsleik Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeildinni á sunnudagskvöld.

Strangar áhorfendatakmarkanir eru í gangi en Tólfan litaði leikinn gegn Rúmeníu í gær á skemmtilegan hátt og sama fyrirkomulag verður í komandi leik á Laugardalsvelli.

Alfreð Finnbogason sagði frá því á fréttamannafundi eftir leikinn í gær að miklu hefði munað um að hafa Tólfuna á staðnum.

„Það munar gríðarlega miklu. Þetta er svipað og í Þýskalandi núna, þar er byrjað að hleypa inn litlum hópum og það er ótrúlegt hversu miklu munar um það. Við erum sáttir við að þessi hópur hafi fengið að mæta," sagði Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner