Jose Mourinho þjálfari AS Roma býst ekki við að stjörnuleikmaður sinn Paulo Dybala spili aftur á þessu ári.
Dybala skoraði sigurmark gegn Lecce í dag úr vítaspyrnu en meiddist aftan í læri um leið og hann spyrnti. Hann grét eftir að honum var skipt á varamannabekkinn, eflaust með HM efst í huga.
Meiðslin virðast ekki vera neitt svakalega alvarleg en þó nógu alvarleg til að halda honum frá keppni næstu vikurnar og jafnvel mánuðina.
Þetta er gríðarlegur skellur fyrir Dybala sem vonaðist til að fara með ógnarsterku landsliði Argentínu til Katars, á það sem verður líklega síðasta heimsmeistaramót á ferli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
„Þetta leit illa út en miðað við viðbrögðin þá er þetta mjög slæmt. Ég er enginn læknir en miðað við reynsluna og eftir að hafa rætt við Paulo finnst mér ólíklegt að hann muni spila aftur á þessu ári," sagði Mourinho að leikslokum.
Þetta líta út fyrir að vera vöðvameiðsli en þá ætti Dybala ekki að vera lengur frá keppni heldur en í fjórar eða fimm vikur, sem þýðir að hann gæti náð HM.