Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 09. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea og Nottingham Forest ákærð eftir átök leikmanna
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið hefur ákært Chelsea og Nottingham Forest fyrir hegðun leikmanna liðanna er þau mættust í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Lokatölur urðu 1-1 á Stamford Bridge þar sem Robert Sánchez og Matz Sels, markverðir liðanna, áttu báðir stórleik.

Það hitnaði í kolunum eftir tæklingu Neco Williams á Marc Cucurella á lokakaflanum, þar sem hópslagsmál virtust vera að brjótast út þar til Chris Kavanagh tókst að róa menn niður með því að gefa þrjú gul spjöld.

Fótboltasambandið ákvað því að sekta bæði félög fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum. Búist var við að Nicolas Jackson (Chelsea) yrði refsað fyrir að slá til Morato (Nott. Forest) í átökunum, en aganefnd fótboltasambandsins ákvað að viðhafast ekkert í því máli.

Ekki er greint frá hversu hárri sekt Chelsea og Forest geta búist við, en félögin hafa tíma til fimmtudags til að svara ákærunni.

Chelsea fékk 6 gul spjöld í jafnteflinu og er þetta í annað sinn á deildartímabilinu sem það gerist. Í hvert skipti sem lið fær sex gul spjöld í úrvalsdeildarleik getur það búist við refsingu í formi sektar frá fótboltasambandinu.

Chelsea greiddi 25 þúsund pund í sekt í fyrra skiptið en þarf að greiða 50 þúsund pund í þetta sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner