Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá FC Bayern sem tók á móti Arsenal.
Fyrri hálfleikurinn var jafn og tók Arsenal forystuna á 30. mínútu með marki frá Mariona Caldentey.
Glódís Perla jafnaði skömmu fyrir leikhlé með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá ensku landsliðskonunni Georgia Stanway.
Staðan var 1-1 í hálfleik og tóku Bæjarar forystuna í síðari hálfleik en Arsenal jafnaði og var staðan því orðin 2-2 eftir 70 mínútur.
Það var á þeim tímapunkti sem heimakonur í Bayern gerðu þrefalda skiptingu og skiptu um gír. Pernille Harder skoraði þrennu á fimmtán mínútna kafla til að gera út um viðureignina. Lokatölur því 5-2 fyrir Bayern eftir frábæran kafla í síðari hálfleik.
Bayern byrjar því á sigri en Arsenal á tapi í dauðariðli sem inniheldur einnig Juventus og Vålerenga.
Á sama tíma hafði sænska félagið Hammarby betur gegn St. Pölten frá Austurríki. Hammarby vann 2-0 og er því komið með þrjú stig eftir fyrstu umferðina en Barcelona og Manchester City eru einnig með í erfiðum riðli.
Bayern W 5 - 2 Arsenal W
0-1 Mariona Caldentey ('30 )
1-1 Glódís Perla Viggósdóttir ('43 )
2-1 Sydney Lohmann ('56 )
2-2 Laia Codina ('65 )
3-2 Pernille Harder ('73 )
4-2 Pernille Harder ('78 )
5-2 Pernille Harder ('87 )
Hammarby W 2 - 0 St. Polten W
1-0 Vilde Hasund ('18 )
2-0 Cathinka Tandberg ('88 )
Athugasemdir