Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 09. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði Rússa ekki í hóp - Sjálfsfróunarmyndbandi lekið
Fyrirliði Rússlands, Artem Dzyuba, verður ekki með í komandi landsliðsverkefni þegar Rússland mætir Moldóvu, Tyrklandi og Serbíu.

Ástæðan er ekki hefðbundin: meiðsli eða þess háttar. Ákvörðunin um að velja hann ekki í hópinn var tekin eftir að myndband fór í dreifingu á internetinu.

Í myndbandinu sést maður mjög líkur Dzyuba stunda sjálfsfróun.

„Staðan með Artem Dzuyba hefur ekkert með rússneska landsliðið frá íþróttasjónarhorni að gera," sagði Stanislav Cherchesov, landsliðsþjálfari Rússlands.

Hann sagði jafnframt: „Við ákváðum að velja hann (Dzyuba) ekki í hópinn til að vernda hann og hópinn frá óþarfa neikvæðni og spennu."

Í frétt RT kemur fram að ekki hafi verið staðfest hvort um maðurinn í myndbandinu sé í raun og veru Dzyuba. Þessi 32 ára gamli sóknarmaður er búinn að loka fyrir ummæli á Instagram reikningi sínum.
Athugasemdir