Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. nóvember 2020 12:13
Magnús Már Einarsson
Lindelöf og fleiri fá ekki að spila með Svíum - Þjálfarinn í sóttkví
Victor Lindelöf.
Victor Lindelöf.
Mynd: Getty Images
Fimm leikmenn sem spila með félagsliðum á Bretlandi geta ekki spilað með sænska landsliðinu í vináttuleik gegn Dönum á miðvikudag.

Samkvæmt reglum á Englandi er ferðabann frá Danmörku og því geta leikmennirnir ekki farið í leikinn þar. Ferðabannið var sett á um helgina eftir að stökkbreyting af kórónuveirunni greindist í Danmörku.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Victor Lindelöf (Manchester United), Robin Olsen (Everton), Emil Krafth (Newcastle), Filip Helander (Rangers), Victor Lindeölf (Manchester United) og Ken Sema (Watford).

Svíar verða einnig án þjálfarans Janne Andersson en hann er í sóttkví eftir að náinn fjölskyldumeðlimur greindist með kórónuveirua.

Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, bætti við níu leikmönnum í sinn hóp í gær þar sem útlit er fyrir að Kasper Schmeichel, Jonas Lossl, Andreas Christensen, Jannik Vestergaard, Henrik Dalsgaard, Mathias Jensen og Pierre-Emile Hojbjerg geti ekki ferðast til Danmerkur fyrir leikina gegn Svíum og Íslendingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner