Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. desember 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal sagt hafa unnið barráttuna um Ndicka
Mynd: Getty Images
Rómverski fjölmiðillinn Il Romanista fjallar um það í dag að Arsenal hafi haft betur í baráttunni við Roma um krafta Evan Ndicka.

Ndicka er 23 ára franskur miðvörður sem rennur út á samningi hjá Eintracht Frankfurt næsta sumar. Ndicka ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning og Arsenal fengi hann því á frjálsri sölu.

Einhverjar sögur heyrðust fyrr í vetur að áhugi Arsenal á Ndicka hefði minnkað þar sem Gabriel Magalhaes fékk nýjan samning. Svo virðist ekki vera miðað við rómverska miðilinn. Newcastle og Tottenham hafa einnig sýnt Frakkanum áhuga.

Ndicka er alinn upp hjá Auxerre en fór til Frankfurt sumarið 2018. Hann var hluti af liðinu sem vann Evrópudeildina í vor og var valinn í lið ársins í þýsku deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner