Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   fös 09. desember 2022 10:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kian Williams frá Keflavík í úrvalsdeildina í Kanada (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Englendingurinn Kian Williams, sem leikið hefur með Keflavík undanfarin ár, hefur samið við kanadíska félagið Valour FC sem leikur í úrvalsdeildinni þar í landi.

Kian er 22 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem kom til Íslands í sumarglugganum 2019 og lék þá með Magna.

Fyrir tímabilið 2020 gekk hann í raðir Keflavíkur og hefur leikið með liðinu undanfarin þrjú tímabil.

Kian er uppalinn hjá Leicester á Englandi. Í 64 leikjum í deild og bikar skoraði hann 14 mörk á Íslandi, þar af fimm mörk í 22 leikjum með Keflavík á liðnu tímabili.

Annað kanadískt félag hafði einnig áhuga á Kian, Cavalry, en Kian ákvað að velja Valour. Kanadíska deildin er atvinnumannadeild og geta liðin mætt liðum úr MLS deildinni í bikarkeppni.

Komnir

Farnir
Adam Ægir Pálsson í Víking (var á láni)
Kian Williams til Kanada
Patrik Johannesen í Breiðablik
Rúnar Þór Sigurgeirsson til Öster
Sindri Kristinn Ólafsson til FH
Adam Árni Róbertsson í Þrótt Vogum

Samningslausir
Dani Hatakka
Joey Gibbs
Ingimundur Aron Guðnason
Athugasemdir
banner
banner