Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 09. desember 2023 17:41
Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jónsson í Breiðablik (Staðfest)
Kristinn Jónsson í leik með Breiðabliki gegn KR árið 2017. Hann snýr nú aftur heim í Breiaðblik.
Kristinn Jónsson í leik með Breiðabliki gegn KR árið 2017. Hann snýr nú aftur heim í Breiaðblik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í haust var tilkynnt að Kristinn yrði ekki lengur leikmaður KR.
Í haust var tilkynnt að Kristinn yrði ekki lengur leikmaður KR.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik tilkynnti í dag að bakvörðurinn Kristinn Jónsson sé genginn í raðir félagsins frá KR.

Þetta kemur fram í myndbandi frá félaginu sem var birt á samfélagsmiðlum í dag en þar er ferðast um Kópavoginn á þessum góðviðrisdegi og endað á Kópavogsvelli þar sem Kristinn er kominn í búning Breiðabliks.

Kristinn Jónsson er uppalinn hjá Breiðabliki þar sem hann hóf meistarflokksferil sinn árið 2007.

Hann varð Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2010 og spilaði með liðinu út tímabilið 2013 þegar hann var lánaður til Brommopojkarna.

Hann spilaði aftur með Breiðabliki 2015 og 2017 en lék einnig með Sogndal og Sarpsburg.

Hann gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2018 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2019.

Kristinn sem hefur spilað 8 leiki fyrir A-landslið Íslands snýr nú aftur heim í Breiðablik.

Tilkynnt er um komu hans innan við sólarhring eftir að Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks sagði að annar bakvörður, Davíð Ingvarsson spili sinn síðasta leik fyrir Breiðablik á fimmtudaginn gegn Zorya Luhansk í Sambandsdeildinni en hugur hans leitar út.

Athugasemdir
banner
banner
banner