Heimild: BBC
Gary O'Neil hefur tapað öllum fjórum úrvalsdeildarleikjum sínum sem stjóri gegn West Ham með markatölunni 11-1 samanlagt.
Ensku götublöðin stilla leik West Ham og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld upp sem baráttu stjórana Julen Lopetegui og Gary O'Neil um að halda vinnunni. Talið er að annar stjórana muni líklega fjúka ef illa fer hjá hans liði.
Pressan á þeim tveimur er það mikil að á samfélagsmiðlum er talað um leikinn sem 'El Sackico' en báðir stjórarnir fengu að heyra sungið 'Þú verður rekinn á morgun' frá eigin stuðningsmönnum í síðustu umferð, West Ham tapaði fyrir Leicester og Wolves fyrir Everton.
Pressan á þeim tveimur er það mikil að á samfélagsmiðlum er talað um leikinn sem 'El Sackico' en báðir stjórarnir fengu að heyra sungið 'Þú verður rekinn á morgun' frá eigin stuðningsmönnum í síðustu umferð, West Ham tapaði fyrir Leicester og Wolves fyrir Everton.
Lopetegui í brasi eftir að hafa tekið við af Moyes
Gæti síðasti leikur Lopetegui með West Ham komið gegn hans fyrrum félagi? Spánverjinn yfirgaf Wolves rétt fyrir síðasta tímabil, pirraður yfir því að fá ekki nægilegan stuðning á leikmannamarkaðnum. Eftir tæplega ár án starfs tók hann við West Ham af David Moyes þann 1. júlí síðastliðinn.
Moyes kom West Ham í Evrópukeppni þrjú tímabil í röð og vann Sambandsdeildina en hluti stuðningsmanna var ósáttur við leikstíl hans og þótti stíllinn of neikvæður. Lopetegui átti að koma með jákvæðari leikstíl en Hamrarnir eru í 14. sæti með aðeins fjóra deildarsigra.
Hvað segir stjóri West Ham?
Lopetegui sagði við fréttamenn á föstudag að hann væri ekki að hugsa út í það að komandi leikur gegn Wolves gæti orðið hans síðasti.
„Við erum ekki ánægðir og klárlega hafa stuðningsmenn alltaf rétt fyrir sér. Mér finnst stuðningsmennirnir hafa gefið okkur miklu meira en við höfum gefið þeim og það þarf að breytast. Við erum að vinna að því," sagði Lopetegui.
Hvað segir sérfræðingurinn?
„West Ham lék virkilega vel gegn Newcastle og Leicester en leikmönnum virðist skorta sjálfstraust. Ég skynja þreytu og stress í Julen Lopetegui því hlutirnir hafa ekki verið að smella hjá honum. En hann er sannfærður um að geta snúið hlutunum við. Hann hefur stýrt spænska landsliðinu, Real Madrid og unnið Evrópudeildina með Sevilla en sumum finnst hann ekki nægilega góður fyrir lið sem endaði í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili," segir spænski íþróttafréttamaðurinn Guillem Balague.
Hvað segir stuðningsmaður West Ham?
„Ég held að Lopetegui muni ekki ná að koma liðinu á rétt skrið og leikurinn gegn Wolves gæti orðið hans síðasta hálmstrá. Hann veit ekki hvað er hans besta byrjunarlið og er sífellt að breyta byrjunarliðinu og leikkerfinu. Það er örvænting í gangi og allar þessar breytingar gera það að verkum að þetta getur ekki smollið," segir Holly Turbutt, stuðningsmaður West Ham.
Annars tímabils heilkennið hjá O'Neil?
Gary O'Neil gerði vel með að halda Úlfunum frá fallbaráttunni á síðasta tímabili en hann tók eftir að Lopetegui lét af störfum þremur dögum fyrir tímabilið. Úlfarnir enduðu í 14. sæti, 20 stigum fyrir ofan fallsvæðið en á þessu tímabili eru þeir í 19. sæti og hafa bara unnið tvo leiki.
Liðið hefur skorað 22 mörk en fengið 36 mörk á sig, fleiri en nokkuð annað lið í deildinni.
Hvað segir stjóri Wolves?
„Ég er ekki að hugsa um mig sjálfan persónulega, ég hugsa um liðið og stöðu þess. Ég held áfram á meðan ég er í þessu starfi. Þegar illa gengur þarftu að stíga upp. Mitt hugarfar mun ekki breytast," sagði O'Neil á fréttamannafundi í síðustu viku.
Gary O'Neil hefur tapað öllum fjórum úrvalsdeildarleikjum sínum sem stjóri gegn West Ham með markatölunni 11-1 samanlagt.
Hvað segir sérfræðingurinn?
„Tilkynnt var að Gary O'Neil hefði verið tilnefndur sem stjóri nóvembermánaðar klukkutíma áður en hann mætti á fréttamannafund sem flestir stuðningsmenn Wolves bjuggust ekki við að hann myndi mæta á. En spá stuðningsmanna rættist ekki, hann var rekki rekinn um morguninn. Það eru fréttir af því að stjórnarmenn Wolves séu farnir að skoða aðra kosti í stjórastólinn. Að skipta um stjóra mun samt ekki laga veikleika liðsins eða stöðva þessi glórulausu mistök," segir Mike Taylor, íþróttafréttamaður BBC.
Hvað segir stuðningsmaður Wolves?
„Ég sé hlutina ekki lagast í bráð á meðan Gary O'Neil er við stjórnvölinn. Ég tel okkur vera með leikmannahóp sem eigi að vera ofar í töflunni en hugmyndafræðin er ekki að virka. Það þarf að taka stórar ákvarðanir og gera stórar breytingar hjá Wolves," segir Dave Azzopardi.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 23 | 17 | 5 | 1 | 56 | 21 | +35 | 56 |
2 | Arsenal | 24 | 14 | 8 | 2 | 49 | 22 | +27 | 50 |
3 | Nott. Forest | 24 | 14 | 5 | 5 | 40 | 27 | +13 | 47 |
4 | Chelsea | 24 | 12 | 7 | 5 | 47 | 31 | +16 | 43 |
5 | Man City | 24 | 12 | 5 | 7 | 48 | 35 | +13 | 41 |
6 | Newcastle | 24 | 12 | 5 | 7 | 42 | 29 | +13 | 41 |
7 | Bournemouth | 24 | 11 | 7 | 6 | 41 | 28 | +13 | 40 |
8 | Aston Villa | 24 | 10 | 7 | 7 | 34 | 37 | -3 | 37 |
9 | Fulham | 24 | 9 | 9 | 6 | 36 | 32 | +4 | 36 |
10 | Brighton | 24 | 8 | 10 | 6 | 35 | 38 | -3 | 34 |
11 | Brentford | 24 | 9 | 4 | 11 | 42 | 42 | 0 | 31 |
12 | Crystal Palace | 24 | 7 | 9 | 8 | 28 | 30 | -2 | 30 |
13 | Man Utd | 24 | 8 | 5 | 11 | 28 | 34 | -6 | 29 |
14 | Tottenham | 24 | 8 | 3 | 13 | 48 | 37 | +11 | 27 |
15 | West Ham | 24 | 7 | 6 | 11 | 29 | 46 | -17 | 27 |
16 | Everton | 23 | 6 | 8 | 9 | 23 | 28 | -5 | 26 |
17 | Wolves | 24 | 5 | 4 | 15 | 34 | 52 | -18 | 19 |
18 | Leicester | 24 | 4 | 5 | 15 | 25 | 53 | -28 | 17 |
19 | Ipswich Town | 24 | 3 | 7 | 14 | 22 | 49 | -27 | 16 |
20 | Southampton | 24 | 2 | 3 | 19 | 18 | 54 | -36 | 9 |
Athugasemdir