Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 10. janúar 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Sneijder finnst stórfurðulegt að Man Utd ætli að fá Weghorst
Wout Weghorst, sóknarmaður hollenska landsliðsins.
Wout Weghorst, sóknarmaður hollenska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Wesley Sneijder, fyrrum landsliðsmaður Hollands, segist varla trúa þeim fréttum að Manchester United sé að vinna í því að fá Wout Weghorst.

Weghorst er þrítugur og er á láni hjá Besiktas frá Burnley.

„Mér finnst þetta stórfurðulegt. Ég held að Englendingar hafi séð trikkið með aukaspyrnuna, menn falla ekki fyrir því aftur. Er hann virkilega leikmaður sem United hefur beðið eftir? Ég held ekki," segir Sneijder.

„Þeir eru með 300 svona stóra sóknarmenn í enska boltanum. Þetta hlýtur að vera einhver hrekkur, þetta getur ekki verið satt."

Weghorst hefur spilað 18 leiki fyrir Besiktas, skorað níu mörk og átt fjórar stoðsendingar.

United vill bæta við sig sóknarmanni og ESPN segir að Weghorst sé hugsaður sem lausn út tímabilið og annar sóknarmaður verði keyptur næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner