Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mið 10. janúar 2024 16:18
Elvar Geir Magnússon
Ólsarar ná í tvo leikmenn að austan (Staðfest)
Dani Ndi í leik í 2. deildinni síðasta sumar.
Dani Ndi í leik í 2. deildinni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þeir Dani Ndi og Ivan Moran eru gengnir til liðs við Víking Ólafsvík og munu spila með liðinu í 2. deildinni í sumar.

Dani Ndi er 28 ára gamall kantmaður/sóknarsinnaður miðjumaður og kemur frá Kamerún. Hann lék með Hetti/Hugin í 2. deild seinasta sumar og þótti standa sig vel.

Hann hefur mikla reynslu og hefur meðal annars spilað 21 leik í úrvalsdeildinni á Spáni með Sporting Gijon.

Ivan Moran er 31 árs gamall og kemur til Ólafsvíkur frá KFA, sem lék í 2. deild í fyrra. Hann er upprunalega frá Argentínu en með spænskt ríkisfang. Hann er varnarmaður að upplagi en getur einnig spilað á miðjunni.

Moran skoraði fyrir KFA þegar liðið vann 2-1 útisigur gegn Víkingi Ólafsvík í Fótbolti.net bikarnum á síðasta ári.

„Við bjóðum þá félaga velkomna til Ólafsvíkur og væntum mikils af þeim í sumar," segir í tilkynningu Víkings Ólafsvík en liðið hafnaði í fimmta sæti 2. deildar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner