Einn áhugaverðasti bikarleikur helgarinnar er grannaslagur Manchester City og Salford City, liðs sem leikur í D-deildinni. Flestir lesendur þekkja Salford enda er félagið í eigu David Beckham, Gary Neville og fleiri Manchester United goðsagna.
Salford er rétt fyrir utan miðbæ Manchester borgar og þar býr Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Salford er rétt fyrir utan miðbæ Manchester borgar og þar býr Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
„Ég hef búið í Salford síðustu átta ár svo ég er að fara að spila gegn hverfisfélaginu mínu, heimabænum mínum," segir Pep Guardiola.
„Ég ber mikla virðingu fyrir stjóranum Karl Robinson og félaginu. Þeir hafa unnið síðustu sex leiki, haldið hreinu í þeim öllum. Þeir spila af mikilli ákefð og við tökum þennan andstæðing alvarlega."
„Vonandi munum við eiga góðan leik og vinna okkar þriðja leik í röð, það er langt síðan það gerðist."
Athugasemdir