Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 22:18
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Como náði í stig til Lazio
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lazio 1 - 1 Como
1-0 Boulaye Dia ('34)
1-1 Patrick Cutrone ('72)
Rautt spjald: Loum Tchaouna, Lazio ('58)

Lazio tók á móti Como í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild ítalska boltans og tók Boulaye Dia forystuna með marki eftir góða hápressu í fyrri hálfleik.

Gestirnir frá Como, sem leika undir stjórn Cesc Fábregas, voru sterkari aðilinn í leiknum og óheppnir að skora ekki fyrir leikhlé.

Como var áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik og þá sérstaklega eftir að Loum Tchaouna, sóknarsinnaður miðjumaður Lazio, fékk að líta tvö gul spjöld fyrir tvö brot á tæpri einni mínútu.

Tíu leikmenn réðu ekki við Como og skoraði Patrick Cutrone verðskuldað jöfnunarmark á 72. mínútu eftir fyrirgjöf frá Gabriel Strefezza. Meira var þó ekki skorað og urðu lokatölur 1-1.

Lazio er áfram í fjórða sæti deildarinnar eftir þetta jafntefli, með 36 stig eftir 20 umferðir - átta stigum á eftir toppliði Napoli.

Como er með 19 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner