Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro er sagður færast nær Sádi-Arabíu.
Hann hefur fengið minna hlutverk eftir að Rúben Amorim tók við stjórn Manchester United.
Hann hefur fengið minna hlutverk eftir að Rúben Amorim tók við stjórn Manchester United.
Casemiro er launahæsti leikmaður Man Utd með um 350 þúsund pund í vikulaun en Amorim vill frekar nota Manuel Ugarte og Kobbie Mainoo á miðsvæðinu.
Samkvæmt UOL í Brasilíu er Casemiro nú þegar búinn að pakka í töskur og samþykkja samningstilboð í Sádi-Arabíu. Það eigi bara eftir að ná saman við Man Utd um kaupverð.
Líklegast þykir að Casemiro verði liðsfélagi Cristiano Ronaldo á nýjan leik hjá Al-Nassr. Þeir spiluðu saman hjá Real Madrid í mörg ár.
Athugasemdir