Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Casemiro sé búinn að pakka í töskur
Casemiro.
Casemiro.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro er sagður færast nær Sádi-Arabíu.

Hann hefur fengið minna hlutverk eftir að Rúben Amorim tók við stjórn Manchester United.

Casemiro er launahæsti leikmaður Man Utd með um 350 þúsund pund í vikulaun en Amorim vill frekar nota Manuel Ugarte og Kobbie Mainoo á miðsvæðinu.

Samkvæmt UOL í Brasilíu er Casemiro nú þegar búinn að pakka í töskur og samþykkja samningstilboð í Sádi-Arabíu. Það eigi bara eftir að ná saman við Man Utd um kaupverð.

Líklegast þykir að Casemiro verði liðsfélagi Cristiano Ronaldo á nýjan leik hjá Al-Nassr. Þeir spiluðu saman hjá Real Madrid í mörg ár.
Athugasemdir
banner
banner