Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. febrúar 2021 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola ánægður með tvöhundraðasta sigurinn
Með betra sigurhlutfall en hjá Barcelona
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola vann sinn tvöhundraðasta leik við stjórnvölinn hjá Manchester City er félagið lagði Swansea City að velli í enska bikarnum fyrr í kvöld.

Man City vann þar með sinn fimmtánda leik í röð í öllum keppnum og bætti gamalt met. Guardiola er stoltur af því meti, enda merkilegt afrek.

„Við stjórnuðum leiknum gegn sterkum andstæðingum en vorum ekki nógu góðir að klára sóknirnar. Við erum ánægðir og stoltir af því að bæta gamalt met með því að vinna fimmtánda leikinn í röð," sagði Guardiola.

„Ég veit ekki hversu marga leiki ég hef verið við stjórnvölinn en það er frábært að vera kominn með 200 sigra. 200 góðar stundir og mikið rauðvín til að fagna!"

City hefur gengið virkilega vel undir stjórn Guardiola og stefnir félagið á sinn þriðja Englandsmeistaratitil á fimm árum undir hans leiðsögn.

City hefur unnið 73% leikja sinna með Guardiola við stjórnvölinn. Til samanburðar vann hann 72% leikja sinna þegar hann stýrði Barcelona til hvers titilsins fætur öðrum.
Athugasemdir
banner
banner
banner