Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 13:25
Aksentije Milisic
Afturelding fær bandarískan markvörð (Staðfest)
Mynd: Afturelding

Afturelding hefur samið við Elaina LaMacchia um að spila með liðinu á komandi leiktíð en hún er bandarískur markvörður. Þetta staðfesti félagið í dag.


Afturelding er í Lengjudeildinni en Elaina spilaði fyrir Fram í sömu deild í fyrra og stóð sig mjög vel. Hún á ættir að rekja til Ítalíu og hefur spilað þar. Þá lék hún einnig með UMW í Milwaukee í Bandaríkjunum.

„Við erum hæstánægð með að ná þessum félagaskiptum yfir línuna, Elaina var einn af betri markmönnum deildarinnar síðasta tímabils og af einni ástæðu eða annarri flaug hún undir radarnum hjá öðrum liðum og um leið og við fengum þá vitneskju að hún væri möguleiki fyrir okkur þá gerðum við allt til þess að rétta samtalið færi á milli allra aðila til að ná samkomulagi sem allra fyrst. Elaina mun án nokkurs vafa verða mjög mikilvægur hlekkur í okkar liði og við getum ekki beðið eftir að fá hana til liðs við okkur. Elaina er frábær viðbót við okkar núverandi leikmannahóp," sagði Perry Mclachlan, þjálfari Aftureldingar við félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner