Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   lau 10. febrúar 2024 11:39
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man City og Everton: De Bruyne á bekknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Klukkan 12:30 fer fram fyrsti leikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þá mætast Manchester City og Everton á Etihad vellinum.


Englandsmeistararnir geta komist í efsta sæti deildarinnar með sigri í dag en gestirnir frá Liverpool borg eru aftur á móti í fallsæti fyrir umferðina.

Pep Guardiola, stjóri Man City, gerir fjórar breytingar frá liðinu sem vann Brentford á mánudaginn.

John Stones og Manuel Akanji koma inn fyrir Kyle Walker  Josko Gvardiol og þá koma Matheus Nunes og Jeremy Doku inn fyrir Kevin de Bruyne og Bernardo Silva.

Þessir fjórir leikmenn setjast á bekkinn en Jack Grealish er þar einnig. Hann hefur ekkert komið við sögu í síðustu þremur leikjum City.

Það er ekki nein breyting á liði Everton sem náði jafntefli gegn Tottenham á lokaandartökum leiksins um síðustu helgi á Goodison Park.

Man City: Ederson, Stones, Akanji, Dias (C), Ake, Rodrigo, Nunes, Foden, Alvarez, Doku, Haaland.
(Varamenn: Ortega Moreno, Walker, Grealish, De Bruyne, Bernardo, Gvardiol, Bobb, Wright, Lewis)

Everton: Pickford, Godfrey, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko, Young, Gueye, Garner, McNeil, Harrison, Calvert-Lewin.
(Varamenn: Joao Virginia, Patterson, Keane, Onana, Beto, Coleman, Chermiti, Hunt, Dobbin.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
5 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
6 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
7 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
8 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner