Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 10. febrúar 2024 10:20
Aksentije Milisic
Enzo vill fara til Barcelona - Liverpool á eftir leikmönnum Fulham
Powerade
Enzo.
Enzo.
Mynd: Getty Images
Antonee Robinson.
Antonee Robinson.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Fernandez, Palhinha, Adarabioyo, Robinson, Onana og fleiri góðir eru í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
__________________


Argentínski miðjumaðurinn Enzo Fernandez (23), leikmaður Chelsea, vill yfirgefa félagið og fara til Barcelona þrátt fyrir að hann sé á samningi hjá Chelsea til ársins 2032. (Sport)

Joao Palhinha, 28 ára gamall miðjumaður Fulham, er á lista hjá Bayern Munchen í sumarglugganum en hann var mjög nálægt því að ganga til liðs við þýska stórliðið fyrir hálfu ári. (Bild)

Liverpool fylgist með Tosin Adarabioyo, 26 ára gömlum miðverði Fulham. (90min)

Þá hefur Liverpool einnig áhuga á Antonee Robinson (26) bakverði Fulham. Liðið vill fá hann inn sem varaskeifu fyrir Andy Robertson (29). (Fichajes)

Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth, er eftirsóttur en þessi 25 ára gamli leikmaður gæti farið til Liverpool eða Tottenham. Þá hafa AC Milan, Juventus og nokkur þýsk lið áhuga á kauða. Kelly verður samningslaus í sumar. (Football Insider)

Barcelona hefur sett sig í samband við Everton varðandi Amadou Onana en Arsenal og Chelsea hafa einnig áhuga á þessum 22 ára gömlum miðjumanni. (Sport)

Everton vonaðist eftir að ná að kaupa Jack Harrison (27) af Leeds United en þessi vængmaður er á láni hjá félaginu frá Leeds. Það er allt í óvissu nú hjá Everton en félagið gæti fengið nýjan eiganda og þá mun það skipta máli hvort liðið nái að bjarga sér frá falli. (Football Insider)

Troy Parrot, 22 ára gamall sóknarmaður Tottenham, hefur staðið sig vel á láni hjá Excelsior Rotterdam í Hollandi en nú hafa Ajax og PSV áhuga á leikmanninum. (The 42)

Chelsea mun selja Conor Gallagher (24) í sumar ásamt nokkrum öðrum leikmönnum. (Football Insider)

Chelsea, Manchester United og Paris St-Germain fylgjast með gangi mála hjá Frenkie de Jong (26). Hann er sagður vilja fara frá Barcelona. (Sport)

Arsenal hefur samþykkt að senda hinn tvítuga Brassa, Marquinhos til Fluminense á láni. (Fabrizio Romano) (Sport)


Athugasemdir
banner
banner
banner