Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
FHL fær bandarískan framherja (Staðfest)
Mynd: FHL
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil en bandaríski framherjinn Sammy Smith er komin til félagsins úr bandaríska háskólaboltanum.

Smith er örvfættur leikmaður sem getur leyst allar fremstu stöðurnar.

Hún spilaði í fjögur ár með með háskólanum í Boston og var meðal annars fyrirliði liðsins árið 2022. Þá lék hún eitt ár með Texas A&M háskólanum.

Smith hefur nú samið við FHL í Lengjudeildinni þar sem hún mun spila með liðinu í sumar.

FHL hefur verið duglegt við að sækja leikmenn úr háskólaboltanum síðustu vikur en Keelan Terrell, Emmu Hawkins og Deja Sandoval eru allar komnar til félagsins.

Liðið hafnaði í 8. sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner