Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   mán 10. febrúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Casemiro gæti farið frá Man Utd á næstu vikum
Casemiro.
Casemiro.
Mynd: Getty Images
Þó það sé búið að loka félagaskiptaglugganum á Englandi, þá er enn möguleiki á því að Casemiro muni yfirgefa Manchester United á næstu vikum.

Núna segir í brasilíum fjölmiðlum að Flamengo, félag þar í landi, hafi áhuga á því að fá Casemiro á láni.

Félagaskiptaglugginn í Brasilíu lokar ekki fyrr en 28. febrúar og því getur Casemiro skipt þangað enn.

Flamengo er enn að hugsa málið þar sem Casemiro er með stóran launapakka. United er tilbúið að borga hluta af laununum áfram.

Casemiro byrjaði vel hjá Man Utd en átti ekki gott síðasta tímabil. Á þessari leiktíð hefur hann verið í aukahlutverki og sérstaklega eftir að Rúben Amorim tók við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner