![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
Sögusagnir eru í gangi um að Fjölnir sé að skoða þjálfaraskipti og Úlfur Arnar Jökulsson gæti verið á útleið. Stjórnarmenn Fjölnis og Úlfur sjálfur hafa ekki svarað símtölum eða skilaboðum Fótbolta.net í dag.
Það er einhver ólga í Grafarvoginum og verið að vinna í málum. Tíðinda ætti að vænta bráðlega.
Það er einhver ólga í Grafarvoginum og verið að vinna í málum. Tíðinda ætti að vænta bráðlega.
Fjölnir tilkynnti í október að félagið hefði gert nýjan tveggja ára samning við Úlf.
Úlfur var á sínu þriðja tímabili með liðið í fyrra og endaði Fjölnir í 3. sæti Lengjudeildarinnar. Liðið var lengi vel í efsta sæti deildarinnar en endaði í umspili og féll úr leik gegn Aftureldingu sem fór að lokum upp.
Eins og fjallað hefur verið um þá hefur Fjölnir verið að glíma við fjárhagsvandræði. Heimildarmaður Fótbolta.net segir að ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð.
Annar heimildarmaður segir að Fjölnir horfi horfi hýru auga til Gunnars Más Guðmundssonar, þjálfara Þróttar í Vogum. Gunnar Már er kallaður 'Herra Fjölnir' og lék lengi með liðinu ásamt því að starfa við þjálfun hjá félaginu eftir að skórnir fóru á hilluna.
Athugasemdir