Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 10. mars 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Einn besti leikmaður Þýskalands á meiðslalistann
Florian Wirtz.
Florian Wirtz.
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen verða án Florian Wirtz næstu vikurnar en hann er að glíma við liðbandameiðsli.

Wirtz er einn allra besti leikmaður þýska boltans en hann mun ekki geta hjálpað Leverkusen að reyna að snúa við 3-0 tapi gegn Bayern München í Meistaradeildinni annað kvöld.

„Þetta er mjög leiðinlegt því hann var á miklu flugi. Nú er tækifæri fyrir menn að sýna að við erum lið sem getur staðið sig án hans," segir Xabi Alonso, stjóri Leverkusen.

Wirtz er 21 árs þýskur landsliðsmaður og meiddist í 2-0 tapi gegn Werder Bremen á laugardaginn. Hann hefur skorað níu deildarmörk og lagt upp tóu. Í Meistaradeildinni er hann með sex mörk.

Hann mun missa af landsleikjum Þýskalands gegn Ítalíu í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar sem spilaðir verða 20. og 23. mars.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner
banner
banner