Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Erum að reyna vinna upp forskot sem Víkingur, Breiðablik, Valur og Stjarnan eru búin að vera með"
Óskar Hrafn ræddi við Fótbolta.net í dag.
Óskar Hrafn ræddi við Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öðru marki KR í gær fagnað.
Öðru marki KR í gær fagnað.
Mynd: Mummi Lú
Þriðja markinu, glæsimarki Róberts Elís, fagnað.
Þriðja markinu, glæsimarki Róberts Elís, fagnað.
Mynd: Mummi Lú
„Það er alveg klárt mál að það er betra að vinna leiki en að tapa þeim, það er alveg ljóst. Það er mikilvægt þegar þú ert með nýtt lið, til þess að gera kannski frekar óreynt að mörgu leyti, þá er mikilvægt að vera með sjálfstraust og hafa trú á því sem þú ert að gera. Sigrar hjálpa til við það, en sigrar einir og sér gera þig ekki að góðu liði, það er alveg ljóst líka," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Óskar vísar í það að margar breytingar hafa orðið á liði KR en í byrjunarliðinu gegn Stjörnunni voru sjö leikmenn sem gengu í raðir félagsins eftir að síðasta tímabili lauk.

KR vann Stjörnuna, 1-3, á Samsungvellinum í gær. KR var fyrir leikinn búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins en sigurinn gerði það að verkum að liðið fór með fullt hús stiga áfram úr riðlinum, markatalan +15 og því vann liðið leiki sína að meðaltali með þremur mörkum.

KR hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu, liðið vann Reykjavíkurmótinu og er á góðu skriði þegar tæpur mánuður er í Íslandsmót.

Óskar hélt áfram með svar sitt: „Það er betra að okkur líði þannig að við séum að verða betri í því sem við erum að gera. Mér finnst við að mörgu leyti vera á góðri leið, eigum samt mikið inni."

„Við erum að reyna vinna upp forskot sem Víkingur, Breiðablik, Valur og Stjarnan eru búin að vera með. Það felst í því að það er búinn að vera stöðugleiki í nokkur ár í toppbaráttunni. Það er bara vinna sem bíður okkar á hverjum degi að minnka það forskot og það bil."

„Það er alltaf þannig þegar þú spilar á móti liðum sem þú ert að máta þig við, þú vilt þá alltaf frekar ganga út af vellinum sem sigurvegari, en það skiptir líka máli hvernig það er gert. Maður væri ekkert sérstaklega ánægður með sig ef liðið hefði legið í vörn í 90 mínútur, fengið eina skyndisókn og unnið Stjörnuna 1-0. Það hefði ekki gefið liðinu mikið, okkar sjálfsmynd er ekki þar."

„Það segja kannski einhverjir að það sé gott að geta gert það (legið til baka allan leikinn), en þú vilt ekki vera þar á undirbúningstímabilinu,"
segir Óskar.

Næsti leikur KR er gegn Fylki á föstudag. Sá leikur er undanúrslitaleikur í Lengjubikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner