Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 10. apríl 2021 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Held að enginn vilji rangstöðu dæmda á eyra eða handakrika"
Mynd: Getty Images
Það átti sér stað mjög umdeilt atvik í leik Liverpool og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Í blálok hálfleiksins kom Roberto Firmino boltanum í markið og Liverpool fagnaði jöfnunarmarki en það fékk ekki að standa vegna VAR.

Með einhverjum ótrúlegum naumindum náði VAR að teikna Diogo Jota rangstæðan í aðdragandanum og allt logaði í kjölfarið á samfélagsmiðlum.

„Við skoruðum mark sem var dæmt af og ég veit ekki hvers vegna," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir leikinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona naum rangstæða er dæmd í deild þeirra bestu á Englandi.

„Ef þú spyrð marga fótboltamenn, þá held ég að enginn vilji að rangstaða sé dæmd út af handakrika eða eyra," sagði James Milner, leikmaður Liverpool.

Gary Lineker, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, var á meðal þeirra sem gagnrýndi dóminn á Twitter en hann skrifaði: „VAR verður fáránlegra með hverjum deginum. Hvernig geta þeir sagt með fullri vissu að þetta sé rangstaða? Þetta er alveg eins markið í gær (hjá Wolves), fáránlegt."

Hér að neðan má sjá mynd af atvikinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner