Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mið 10. maí 2023 12:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild - Þá þarftu ekki að fá einhver 100 færi
Björn Axel Guðjónsson (Víkingur Ó.)
Björn Axel skoraði þrennu.
Björn Axel skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Björn Axel Guðjónsson, sóknarmaður Víkings Ólafsvíkur, er leikmaður 1. umferðar í 2. deild karla í boði Unbroken.

Björn Axel gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Ólsarar unnu 3-1 sigur á Dalvík/Reyni í fyrstu umferðinni.

„Ég spurði þig þegar við vorum að spá hvort liðið hans Björns Axels myndi enda svona neðarlega. Björn Axel svaraði þessu bara sjálfur," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

„Hann sagði: 'Liðið mitt mun ekki enda svona neðarlega'," sagði Gylfi Tryggvason.

Víkingi Ólafsvík var spáð níunda sæti í spá þjálfara fyrir tímabil en liðið byrjar mjög vel. „Þetta virðist vera þannig að þeir séu að fá alla þessa menn inn á frábærum tíma. Þetta er búið að vera misjafn vetur og allt það. Þeir verða bara flottir," sagði Gylfi og bætti við:

„Þegar þú ert með Björn Axel inn á vellinum þá þarftu ekki að fá einhver 100 færi."

Hlustendur Ástríðunnar fá 15 prósent afslátt hjá Unbroken með kóðanum "ástríðan".

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Björn Axel Guðjónsson (Víkingur Ó.)
Ástríðan - 1. umferð - Augnablik og Reynir unnu toppslagi, KFA með statement
Athugasemdir
banner
banner
banner