Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Holland gerði eina breytingu rétt fyrir leik
Icelandair
Koopmeiners leikur með Atalanta á Ítalíu
Koopmeiners leikur með Atalanta á Ítalíu
Mynd: EPA

Teun Koopmeiners miðjumaður hollenska liðsins átti að vera í byrjunarliðinu en hann meiddist í upphitun og Jerdy Schouten kom inn í liðið í hans stað.

Shouten 27 ára gamall miðjumaður PSV en hann á að baki fjóra landsleiki. Hann lék yfir 100 leiki með Bologna frá 2019-2023 áður en hann gekk til liðs við PSV.

Holland er komið yfir gegn Íslandi í vináttulandsleik sem fram fer í Rotterdam. Það var Xavi Simons sem skoraði markið eftir um 20 mínútna leik.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

Ísland hefur varist vel í leiknum alveg þangað til að markinu kom.

Þetta er síðasti leikur Hollands fyrir EM. Koopmeiners virtist meiðast á nára og spurning hvort það muni hafa áhrif á stöðu hans í liðinu á EM.


Athugasemdir
banner
banner