Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 10. júní 2024 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Icelandair
Sverrir Ingi í leiknum gegn í kvöld.
Sverrir Ingi í leiknum gegn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var full stórt að mínu mati," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður íslenska landsliðsins eftir tap gegn Hollandi í vináttulandsleik í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn nokkuð fínt en fáum síðan mark á okkur úr föstu leikatriði. Það var ekki mikið að gerast í leiknum þar til þeir skora þriðja markið. Það voru þungar lappir síðustu 15-20 mínúturnar og þeir koma inn með eldfljóta ferska menn og skora þriðja og fjórða markið," sagði Sverrir Ingi.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ásamt Sverri í hjarta varnarinnar en Valgeir er bakvörður að upplagi.

„Valgeir kom mjög fínt inn í þetta. Ég veit ekki hversu marga leiki hann hefur spilað á sínum atvinnumannaferli sem hafsent. Við erum með meiðsli í þessari stöðu og hann þurfti að leysa það í dag, bara hrós á hann, stóð sig mjög vel ekki í auðveldum aðstæðum, á móti frábærum andstæðingi. Hann gerði eins vel og hann gat," sagði Sverrir Ingi.

Sverrir Ingi var sáttur með verkefnið í heild sinni.

„Ef þú hefðir sagt við mig fyrir verkefnið að við hefðum unnið annan leikinn þá hefði ég örugglega tekið það. Það vantaði aðeins meiri orku í dag eftir að hafa unnið á Wembley. Það er skiljanlegt, menn að koma úr löngu tímabili og það fór rosalega mikil orka og púður í leikinn á föstudaginn. Við þurfum að taka það jákvæða úr þessu, við sýndum að við getum staðið í bestu þjóðunum þegar við erum á okkar degi," sagði Sverrir Ingi.

„Það er stutt á milli í þessu, þegar við slökum á á móti þessum þjóðum þá refsa þeir grimmilega og við sáum það í dag að þú getur ekki gefið þeim nein svæði þá refsa þeir."


Athugasemdir
banner