Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 10. júní 2024 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Icelandair
Sverrir Ingi í leiknum gegn í kvöld.
Sverrir Ingi í leiknum gegn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var full stórt að mínu mati," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður íslenska landsliðsins eftir tap gegn Hollandi í vináttulandsleik í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn nokkuð fínt en fáum síðan mark á okkur úr föstu leikatriði. Það var ekki mikið að gerast í leiknum þar til þeir skora þriðja markið. Það voru þungar lappir síðustu 15-20 mínúturnar og þeir koma inn með eldfljóta ferska menn og skora þriðja og fjórða markið," sagði Sverrir Ingi.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ásamt Sverri í hjarta varnarinnar en Valgeir er bakvörður að upplagi.

„Valgeir kom mjög fínt inn í þetta. Ég veit ekki hversu marga leiki hann hefur spilað á sínum atvinnumannaferli sem hafsent. Við erum með meiðsli í þessari stöðu og hann þurfti að leysa það í dag, bara hrós á hann, stóð sig mjög vel ekki í auðveldum aðstæðum, á móti frábærum andstæðingi. Hann gerði eins vel og hann gat," sagði Sverrir Ingi.

Sverrir Ingi var sáttur með verkefnið í heild sinni.

„Ef þú hefðir sagt við mig fyrir verkefnið að við hefðum unnið annan leikinn þá hefði ég örugglega tekið það. Það vantaði aðeins meiri orku í dag eftir að hafa unnið á Wembley. Það er skiljanlegt, menn að koma úr löngu tímabili og það fór rosalega mikil orka og púður í leikinn á föstudaginn. Við þurfum að taka það jákvæða úr þessu, við sýndum að við getum staðið í bestu þjóðunum þegar við erum á okkar degi," sagði Sverrir Ingi.

„Það er stutt á milli í þessu, þegar við slökum á á móti þessum þjóðum þá refsa þeir grimmilega og við sáum það í dag að þú getur ekki gefið þeim nein svæði þá refsa þeir."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner