fös 10. júlí 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert Brynjar var með alla markaskorara Fylkis rétta
Seigur í Fylkisspánni.
Seigur í Fylkisspánni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja, var spámaður Fótbolta.net fyrir fimmtu umferðina (fimm leikir) í Pepsi Max-deild karla.

Fylkir mætti KA í lokaleiknum í gær og sigraði Fylkir með fjórum mörkum gegn einu.

Lestu nánar um leikinn hér.

Albert spáði Fylki 4-0 sigri og þetta skrifaði hann í spánni sem birtist í fyrradag:

„KA menn nýbúnir að spila á Ingimundar Níels vellinum fyrir norðan, ljótur og illa farinn og mæta svo í lautina á fallegasta völl landsins og þeir komast bara ekki yfir þessa fegurð. Daði Óla skorar skrautlegt fyrsta mark þegar KA menn hreinsa boltanum beint í klofið á honum, það er mjög erfitt að hitta í mjög svo litla félaga hans Daða svo hann mun ekkert finna fyrir þessu og fagna grimmt. Hinn unglingaveiki Valdirmar Þór mun skora seinna mark Fylkis og kemur mark frá Íslenska Jaap Stam honum Orra Svein. Djair mun svo setja síðasta mark leiksins og mitt lið fagnar 4:0 sigri og allir fá sér á Blástein."

Markaskorar Fylkis í gær: Djair Parfitt-Williams, Daði Ólafsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Orri Sveinn Stefánsson.

Framherjinn öflugur í þessari spá sinni en fyrir utan þennan leik þá var Albert með 0 rétta.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner