Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   mið 10. júlí 2024 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Þeirra DNA mun ekki leyfa það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir sex daga mætast Víkingur og Shamrock í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Liðin mættust í fyrri leiknum á Víkingsvelli í gærkvöldi og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn og í lok viðtals ræddi hann um seinni leik liðanna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Það gerir verkefnið miklu erfiðara að hafa ekki náð markinu inn. En að sama skapi þá munu þeir aldrei spila svona á sínum heimavelli. Þeirra DNA mun ekki leyfa það og þeirra áhorfendur munu byrja að baula strax eftir fyrstu mínútu ef þeir spila svona, þeir munu kannski koma aðeins út úr skelinni," sagði Arnar en írsku meistararnir lágu til baka í leiknum og voru mjög sáttir með að halda markinu hreinu.

„Það gefur okkur kannski aðeins auka möguleika að finna einhverjar opnanir. Ég lít bara jákvæðum augum á seinni leikinn. Við munum reyna að spila okkar fótbolta."

„Þetta verður allt öðruvísi leikur. Við þurfum að vera aðeins meira 'on it' varnarlega og einbeitingin þarf að vera í lagi, jafnvel í 120 mínútur og vítaspyrnukeppni. Við þurfum að vera tilbúnir í allt eins og við höfum verið hingað til. Eini hálfleikurinn, í minningunni, sem við höfum verið slakir á útivelli í Evrópukeppni var á móti Riga í fyrra. Annars höfum við verið mjög sterkir á útivelli í Evrópukeppni. Ég kvíði engu hvað það varðar,"
sagði Arnar.

Seinni leikurinn fer fram á Tallaght leikvanginum í Dublin. Sá leikvangur tekur 10500 manns í sæti.
Danijel Djuric: Þurfum að bíta í það súra núna
Arnar Gunnlaugs: Vorum búnir að reyna að henda öllu á þá og eldhúsvaskinum með
Athugasemdir
banner
banner
banner