Fylkiskonur unnu í kvöld sterkan sigur á toppliði Keflavíkur í Inkasso deild kvenna í kvöld. Baráttan var í fyrirrúmi í leiknum og fátt um hættuleg færi en það má segja að þolinmæði gestanna hafi skilað sigri í Árbæinn í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 1 Fylkir
„Já ég held að það sé rétt. Þetta var bara svaka leikur, ég veit ekki hversu fallegur hann var en við vorum svolítið lengi í gang og leikurinn var bara töff. Keflavíkurstelpur er bara að gera góða hluti og við vissum alveg að þessi leikur yrði svona harður og jafn og við þyrftum að vera þolinmóðar ef við ætluðum að setja boltann í netið.“
Sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis um hvort þolinmæði hefði ekki verið lykilatriði í sigri hans kvenna.
BIlið milli liðanna er eftir leik kvöldsins er aðeins eitt stig og er Fylkir í dauðafæri að hirða toppsætið af Keflavík í næstu leikjum og koma sér í kjörstöðu að vinna deildin na.
„Já við náttúrulega stefnum að því en gerum okkur grein fyrir þvi að við eigum eftir bara góð lið framundan.“
Sagði Kjartan en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
























