Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 10. ágúst 2020 09:29
Magnús Már Einarsson
Liverpool tók þriðja kostinn - Arsenal vill borga Özil út
Powerade
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Kalidou Koulibaly gæti farið til Manchester City.
Kalidou Koulibaly gæti farið til Manchester City.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag og bjóða upp á langan slúðurpakka. Njótið!



Liverpool, Everton, Tottenham og West Ham hafa öll áhuga á David Brooks (23) miðjumanni Bournemouth eftir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni. (Star)

Arsenal þarf að bíða eftir viðræðum við Philippe Coutinho (28) því hann vill klára Meistaradeildina með Bayern Munchen áður en hann ákveður framtíð sína. (Star)

Dean Henderson (23) ætlar að fara aftur frá Manchester United á láni á næsta tímabili. Henderson var hjá Sheffield United á nýliðnu tímabili. (Standard)

Liverpool er að kaupa vinstri bakvörðinn Kostas Tsimikas (24) frá Olympiakos á 11,75 milljónir punda. Búist er við að leikmaðurinn geri fjögurra ára samning upp á 50 þúsund pund í laun á viku. (Guardian)

Þessar fréttir eru áfall fyrir Leicester en félagið ætlaði að kaupa Tsimikas ef Ben Chilwell fer annað í sumar. (Leicester Mercury)

Tsimikas var þriðji kostur Liverpool í vinstri bakvörðinn á eftir Sergio Reguilon hjá Real Madrid og Jamal Lewis hjá Norwich en þeir þóttu báðir of dýrir. (Star)

Crystal Palace hefur sett átta milljóna punda verðmiða á framherjann Christian Benteke (29). Palace er að vinna í að fjármagna kaup á Ismaila Sarr (22) kantmanni Watford en hann kostar 40 milljónir punda. (Mail)

Sheffield United vonast til að geta keypt vinstri bakvörðinn Antonee Robinson frá Wigan á 1,5 milljón punda. Robinson var nálægt því að fara til AC Milan í janúar. (Sun)

Markvörðurinn Emiliano Martinez (27) hefur sagt Arsenal að hann gæti farið annað til að fá meiri spiltíma í baráttunni um sæti í argentínska landsliðinu. (Evening Standard)

Leeds vill fá fimm nýja leikmenn fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal eru Nicolae Stanciu (27) framherji Slavia Prag og Conor Gallagher (20) miðjumaður Chelsea sem var í láni hjá Swansea síðari hlutann á síðasta tímabili. (Mail)

Yerri Mina (25) varnarmaður Everton hefur skipt um umboðsmann en hann segist ekki vera að fara frá félaginu. (Liverpool Echo)

Arsenal er tilbúið að greiða laun Mesut Özil (31) ef hann fer í annað félag eða borga 18 milljónir punda til að leysa hann undan samningi hjá félaginu. (Mirror)

Willian (32) mun gera þriggja ára samning með Arsenal með möguleika á ári til viðbótar. (Telegraph)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er reiðbúinn að selja miðjumanninn Lucas Torrera (24) til að fjármagna kaup á Thomas Partey (27) miðjumanni Atletico Madrid. (Express)

Manchester City vonast til að nágrannarnir í Manchester United reyni ekki við Kalidou Koulibaly (29) varnarmann Napol. City vonast til að verðmiðinn verði lægri fyrir vikið. (Manchester Evening News)

Juventus hefur hætt við að fá Jorginho (28) frá Chelsea eftir brottrekstur Maurizio Sarri. Þess í stað ætlar félagið að kaupa Sandro Tonali (20) frá Brescia. (La Gazzetta dello Sport)

Liverpool ætlar að bjóða hægri bakverðinum Neco Williams (19) nýjan fimm ára samning. (Goal)

Dylan Levitt (19) miðjumaður Manchester United er líklega á leið á lán í Championship deildina. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner