Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þetta var opinberað á heimasíðu KSÍ en ekki er gefin nein frekari útskýring á því af hverju bannið er svona langt. Vinnubrögð sem KSÍ ætti að endurskoða.
Arnar fékk sjálfkrafa tveggja leikja bann því hann fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu í 0-1 tapi KA gegn KR. Refsingin var þyngd um þrjá leiki til viðbótar vegna hegðunar hans eftir brottvísunina.
Arnar fékk sjálfkrafa tveggja leikja bann því hann fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu í 0-1 tapi KA gegn KR. Refsingin var þyngd um þrjá leiki til viðbótar vegna hegðunar hans eftir brottvísunina.
Arnar kallaði 'Fokking fáviti' á fjórða dómara leiksins, Svein Arnarsson, eftir að hafa fengið rautt. Sveinn er búsettur á Akureyri og Fótbolti.net greindi frá því í gær að leiðir hans og Arnars hafi legið saman daginn eftir leik og Arnari hafi ekki verið runnin reiðin þá.
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, furðaði sig á niðurstöðu aganefndar á Twitter.
„Þetta agabann á Arnar Grétarsson þjálfara KA er galið. Á hvaða ferðalagi eru menn. Ekki fleira. Eina," skrifaði Gaupi og skiptar eru skoðanir á banninu.
„Algjörlega réttlátt. Hans framkoma var því miður vanvirðing við dómara og starfsfólk sem er að vinna óeigingjarnt starf. Svona nokkuð á ekki að líðast og er auðvitað víti til varnaðar," svaraði Einar S. Björnsson prófessor.
„Addi veitist að varadómara leiksins í leiknum með svívirðingum, eftir leikinn í viðtölum með persónuárásum og daginn eftir úti á bílastæði við KA heimilið þar sem dómarinn var að skutla barninu sínu á æfingu. 5 leikja bannið of stutt. Uppeldisfélagið mitt KA ætti að bæta 5 við," skrifaði Stefán Hrafn Hagalín við ummæli Gaupa.
Guðmundur Óli Steingrímsson, fyrrum fyrirliði KA, blandar sér þá í umræðuna: „Úti á bílastæði? Nei nei, hann settist fyrir framan skrifstofuna hjá Arnari og fékk sér kaffibolla. Arnar rak hann út."
Arnar hefur þegar afplánað einn leik af þessum fimm. Þar sem refsingar á Íslandsmóti og bikarkeppni eru aðskildar þá verður hann við stjórnvölinn þegar KA tekur á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Fótbolti.net mun í dag sækjast eftir frekari viðbrögðum við dómi aganefndar.
Þetta agabann á Arnar Grétarsson þjálfara KA er galið. Á hvaða ferðalagi eru menn. Ekki fleira.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) August 9, 2022
Addi veitist að varadómara leiksins í leiknum með svívirðingum, eftir leikinn í viðtölum með persónuárásum og daginn eftir úti á bílastæði við KA heimilið þar sem dómarinn var að skutla barninu sínu á æfingu. 5 leikja bannið of stutt. Uppeldisfélagið mitt KA ætti að bæta 5 við.
— Stefán Hrafn Hagalín (@StefanHagalin) August 10, 2022
Athugasemdir