Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. ágúst 2022 15:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Ingvi til Norrköping (Staðfest) - „Nei blessaður"
Ari og Arnór
Ari og Arnór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir IFK Norrköping í annað sinn á ferlinum. Hann var leikmaður liðsins á árunum 2014-2016 og kemur nú til Svíþjóðar frá New England Revolution í Bandaríkjunum.

Árið 2016 fór Arnór til Austurríkis og samdi við Rapid Vín, hann var þaðan lánaður til AEK í Aþenu árið 2017 og samdi svo við Malmö árið 2018.

Arnór er 29 ára, hann varð tvisvar sinnum sænskur meistari með Malmö eftir að hafa einu sinni endað í 2. sæti sem leikmaður Norrköping.

„Núna er tími til að koma til baka og gefa til baka," segir Arnór. „Ég er mjög ánægður og stoltur að allt er frágengið og ég get ekki beðið eftir því að klæðast treyjunni aftur."

Norrköping birti þrjú myndbönd í dag til að kynna Arnór sem nýjan leikmann félagsins. Í einu þeirra má sjá Ara Frey Skúlason, leikmann Norrköping, segja: „Nei blessaður" og veifa.

Norrköping er mikið Íslendingafélag, núna eru sex Íslendingar samningsbundnir félaginu. Fyrir hjá félaginu eru þeir Ari Freyr, Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason. Oliver Stefánsson er þá samningsbundinn félaginu en hann er á láni hjá ÍA.

Arnór Ingvi á að baki 44 landsleiki og hefur í þeim skorað fimm mörk.




Athugasemdir
banner