banner
   mið 10. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sergio Romero kominn til Boca Juniors (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Hinn 35 ára gamli Sergio Romero er búinn að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við Boca Juniors sem gildir til áramóta 2024.


Romero snýr aftur til heimalandsins, Argentínu, eftir 15 ár í Evrópu þar sem hann spilaði meðal annars fyrir AZ Alkmaar, Sampdoria og Manchester United.

Romero var landsliðsmarkvörður Argentínu í tæpan áratug, hann spilaði 96 landsleiki og vann Copa America 2016 en lagði landsliðshanskana á hilluna tveimur árum síðar.

Hjá Boca Juniors mun hann berjast við Agustín Rossi um byrjunarliðssæti á milli stanganna. Boca endaði í fjórða sæti argentínsku deildarinnar í fyrra en hefur ekki verið að ganga vel í ár og er með 18 stig eftir 12 umferðir.


Athugasemdir
banner