Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   lau 10. ágúst 2024 22:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: KV upp úr fallsæti eftir sigur á Árbæ - Kári og Augnablik með sigra
Dagur Bjarkason
Dagur Bjarkason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var heil umferð í 3. deild í dag en Árbær tapaði öðrum leik sínum í röð þegar KV komst upp úr fallsæti. Þá héldu Kári og Augnablik frábæru gengi áfram.


KV komst yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu en Árbær spilaði manni færri lengst af þar sem Eyþór Ólafsson nældi sér í tvö gul spjöld.

Það var svo undir lok leiksins sem Dagur Bjarkason innsiglaði sigur KV en aftur kom mark úr vítaspyrnu.

Það var markalaust í hálfleik þegar Kári lagði KFK. Kári kom sterkara út í seinni hálfleikinn og skoraði þrjú mörk. Það var hins vegar fjörugur fyrri hálfleikur þar sem Augnablik vann ÍH.

Elliði batt enda á fjögurra leikja taphrinu með sigri á Vængjum Júpíters.

KFK 0 - 3 Kári
0-1 Axel Freyr Ívarsson ('49 )
0-2 Sigurjón Logi Bergþórsson ('55 )
0-3 Hektor Bergmann Garðarsson ('90 )
Rautt spjald: Sigurður Orri Magnússon , KFK ('90)

Elliði 1 - 0 Vængir Júpiters
1-0 Guðmundur Andri Ólason ('34 )
Rautt spjald: Eyjólfur Andri Sverrisson , Elliði ('90)

Hvíti riddarinn 0 - 1 Víðir
0-1 Bessi Jóhannsson ('91 )

Sindri 2 - 3 Magni
0-1 Tómas Örn Arnarson ('12 )
0-2 Tómas Örn Arnarson ('45 )
1-2 Björgvin Ingi Ólason ('53 )
1-3 Ibrahim Boulahya El Miri ('82 )
2-3 Abdul Bangura ('84 )

ÍH 2 - 3 Augnablik
0-1 Júlíus Óli Stefánsson ('20 )
0-2 Guðni Rafn Róbertsson ('34 )
1-2 Gísli Þröstur Kristjánsson ('35 )
1-3 Andri Már Strange ('45 )
2-3 Andri Jónasson ('64 )

KV 2 - 0 Árbær
1-0 Einar Már Þórisson ('12 , Mark úr víti)
2-0 Dagur Bjarkason ('87 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Eyþór Ólafsson , Árbær ('18)


3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 22 14 5 3 63 - 25 +38 47
2.    Víðir 22 13 6 3 54 - 25 +29 45
3.    Árbær 22 14 3 5 47 - 32 +15 45
4.    Augnablik 22 12 4 6 46 - 30 +16 40
5.    Magni 22 9 6 7 35 - 38 -3 33
6.    Hvíti riddarinn 22 8 2 12 45 - 49 -4 26
7.    ÍH 22 7 4 11 61 - 63 -2 25
8.    KV 22 8 1 13 36 - 50 -14 25
9.    KFK 22 8 1 13 39 - 59 -20 25
10.    Sindri 22 7 3 12 40 - 49 -9 24
11.    Elliði 22 7 2 13 32 - 54 -22 23
12.    Vængir Júpiters 22 5 3 14 37 - 61 -24 18
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner