Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 19:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nunez strax búinn að opna markareikninginn
Mynd: Al Hilal
Darwin Nunez gekk til liðs við Al Hilal frá Liverpool í gær og hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í dag.

Al Hilal vann Aarau frá Sviss í æfingaleik 6-0. NUnez kom inn á í hálfleik og skoraði síðasta mark leiksins undir lokin.

Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Al Nassr í 3-2 tapi gegn Almeria frá Spáni. Sadio Mane lagði upp fyrra mark Ronaldo og seinna markið var úr vítaspyrnu.

Andrea Cambiaso skoraði bæði mörk Juventus í 2-1 sigri gegn Dortmund en Max Beier klóraði í bakkann fyrir Dortmund undir lokin.

Þá tapaði Sunderland 3-0 gegn Rayo Vallecano.
Athugasemdir
banner
banner