Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
   sun 10. ágúst 2025 19:26
Daníel Smári Magnússon
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Þorlákur var að vonum svekktur eftir leikinn.
Þorlákur var að vonum svekktur eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hann var bara mjög sveiflukenndur,'' sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, aðspurður um leik KA og ÍBV í Bestu-deild karla í dag. Þar fóru KA með 1-0 sigur af hólmi í fjörugum leik þar sem að mörkin hefðu getað verið talsvert fleiri.

„Fannst KA betri fyrsta hálftímann og það var bara ekkert fyrr en eftir 30 mínútur sem að mér fannst við líkir sjálfum okkur. Leikurinn var bara jafn í rauninni eftir það, þeir sterkari fyrstu 30 og svo bara jafnt. Maður hélt að þetta væri að sigla í jafntefli þegar að þeir skora.''


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 ÍBV

Eins og áður sagði fór aragrúi af færum í súginn og í raun ótrúlegt að einungis eitt mark hafi verið skorað í leiknum og það í blálokin. Þorlákur tók undir það.

„Já, engin spurning. Báðir markmennirnir áttu mjög góðan leik og fannst svona eins og Hjörvar væri að fara að vinna stigið fyrir okkur, en svo kom bara Stubbur með þrjár góðar markvörslur einn á móti einum. Þetta var ekki 0-0 leikur, því miður,'' sagði Þorlákur brosandi.

Hjörvar Daði Arnarsson kom inn í byrjunarlið ÍBV vegna leikbanns Marcel Zapytowski og nýtti tækifærið frábærlega. Þorlákur hrósaði Hjörvari fyrir frammistöðuna.

„Hann stóð sig bara gríðarlega vel og bara eins og við vitum. Hann hefur tekið bikarleikina hjá okkur og staðið sig bara gríðarlega vel í sumar. Við erum með tvo mjög góða markmenn, við vissum það.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner