Breiðablik mættu Val fyrr í kvöld í toppslag Bestu-deildarinnar. Blikar komust yfir snemma leiks, en Valsmenn sneru taflinu við í síðari hálfleik. Orri Sigurður Ómarsson skoraði sigurmarkið undir lok leiks og mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 Breiðablik
„Tilfinningin var geggjuð, við hefðum átt að skora fleiri úr þessum spyrnum. Tryggvi var með geðveikar spyrnur í dag. En geggjað að sjá hann inni."
Valsmenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik.
„Það er smá vesen á móti sólinni, það er bara þannig. Jaðarsólin er erfið og við vorum í basli í fyrri hálfleik. Við tókum ekki hlaupin sem við ætluðum að taka og breyttum aðeins í seinni. Fórum í dirext og einfaldari bolta."
„Þegar þú færð boltann þá er jaðarsólin erfið, þú getur ekki skannað og svo eru þeir svartir. Fólk sem hefur spilað fótbolta þekkir þetta. Á sama tíma spiluðum við dálítið upp í hendurnar á þeim í fyrri hálfleik, en gerðum vel í seinni."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir