Fjalar Þorgeirsson er hættur sem aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.
Fjalar og Veigar Páll Gunnarsson voru aðstoðarþjálfarar hjá Stjörnunni á nýliðnu tímabili. Fjalar var einnig markmannsþjálfari liðsins en hann var fyrst ráðinn sem markmannsþjálfari Stjörnunnar fyrir sumarið 2015.
Rúnar Páll Sigmundsson er áfram þjálfari Stjörnunnar en hann gerði nýjan samning við félagið í vikunni. Fjalar er hins vegar á förum.
Fjalar og Veigar Páll Gunnarsson voru aðstoðarþjálfarar hjá Stjörnunni á nýliðnu tímabili. Fjalar var einnig markmannsþjálfari liðsins en hann var fyrst ráðinn sem markmannsþjálfari Stjörnunnar fyrir sumarið 2015.
Rúnar Páll Sigmundsson er áfram þjálfari Stjörnunnar en hann gerði nýjan samning við félagið í vikunni. Fjalar er hins vegar á förum.
„Ég hef átt geggjaðar stundir í Stjörnunni. Þar eru geggjaðir leikmenn og gott fólk. Við unnum bikarinn og áttum frábæran tíma í Evrópukeppninni," sagði Fjalar við Fótbolta.net í dag.
„Næstu skref eru algjörlega óráðin. Það vaxa ekki góðir markmannsþjálfarar á hverju strái hér á Íslandi. Ég bíð spenntur eftir næstu áskorun og er þakklátur fyrir tímann í Garðabæ og það tækifæri sem þeir gáfu mér í þjálfun. Þeir veðjuðu á mig fyrir fimm árum og ég held að ég hafi endurgoldið það með góðu starfi í fimm ár."
Athugasemdir