Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 10. október 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Örn: Menn þurfa að stíga upp
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson er vongóður fyrir leikinn gegn Frakklandi sem fer fram á Laugardalsvelli á föstudag.

Íslenska landsliðið er með 12 stig, þremur minna en Tyrkland og Frakkland og því mikilvægur leikur framundan.

Frakkar eru núverandi heimsmeistarar og segir Viðar að það sé spennandi fyrir leikmenn að mæta Frökkum.

„Það leggst mjög vel í mig og sjálfsögðu frábært lið og heimsmeistararnir. Á þessum velli höfum við náð í ótrúleg úrslit og förum í þá til að vinna þá og það verður engin undantekning á því á föstudaginn," sagði Viðar Örn við Fótbolta.net

„Þeir eru með frábær einstaklingsgæði og við vitum að við þurfum að eiga okkar besta leik til að vinna. Leikmenn eru spenntir að spila á móti svona góðum leikmönnum og þeir vita hvað þeir eru góðir en við vitum líka hvað við getum á heimavelli."

Kylian Mbappe og Hugo Lloris eru á meiðslalista Frakklands og verða ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum en Viðar segir að það skipti litlu máli.

„Þetta eru frábærir leikmenn og það hjálpar okkur en það kemur maður í manns stað þarna og alls engir aukvísar. VIð förum í alla leiki til að vinna og við ætlum að vinna Frakka."

Það vantar ekki breiddina í framherjastöðuna í hópinn en Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson berjast við Viðar um stöðuna.

„Við erum með fullt af frábærum framherjum. Möguleikarnir mínir eru kannski aðeins minni en ég er alltaf klár á að spila og reyni að vera það hvenær sem er," sagði hann ennfremur.

Vont að missa Aron

Aron Einar Gunnarsson er fjarri góðu gamni með íslenska liðinu á föstudaginn en hann meiddist á ökkla. Viðar segir þetta frábært tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp.

„Hann er frábær leikmaður og mikill leiðtogi og hefur gert frábæra hluti fyrir okkur. Það er vont fyrir okkur að missa hann en við erum með góða leikmenn líka og það er bara maður í manns stað og menn þurfa að stíga upp."

Mikið ströggl að skapa færi

Viðar er á láni hjá Rubin Kazan frá Rostov en honum hefur gengið illa að koma knettinum í netið þar eftir að hafa verið frábær með Hammarby í sumar. Hann hefur gert 1 mark í 10 deildarleikjum en Rubin er með frekar ungt lið og er í uppbyggingu.

„Ég er búinn að spila leikina en fyrir síðasta verkefni var búið að ganga vel. Svo kem ég aftur til baka og við töpum þremur leikjum í röð held ég og skorum ekki mark en svo náum við í fjögur stig úr tveimur leikjum. Þetta er að verða betra og áttum í miklu ströggli með að skapa færi og skora og það bitnar alveg á mér. Síðustu leikir hafa ekkert gengið rosalega vel, sjálfstraustið lítið en þetta er allt að koma."
Athugasemdir
banner
banner