Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   fim 10. október 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Örn: Menn þurfa að stíga upp
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson er vongóður fyrir leikinn gegn Frakklandi sem fer fram á Laugardalsvelli á föstudag.

Íslenska landsliðið er með 12 stig, þremur minna en Tyrkland og Frakkland og því mikilvægur leikur framundan.

Frakkar eru núverandi heimsmeistarar og segir Viðar að það sé spennandi fyrir leikmenn að mæta Frökkum.

„Það leggst mjög vel í mig og sjálfsögðu frábært lið og heimsmeistararnir. Á þessum velli höfum við náð í ótrúleg úrslit og förum í þá til að vinna þá og það verður engin undantekning á því á föstudaginn," sagði Viðar Örn við Fótbolta.net

„Þeir eru með frábær einstaklingsgæði og við vitum að við þurfum að eiga okkar besta leik til að vinna. Leikmenn eru spenntir að spila á móti svona góðum leikmönnum og þeir vita hvað þeir eru góðir en við vitum líka hvað við getum á heimavelli."

Kylian Mbappe og Hugo Lloris eru á meiðslalista Frakklands og verða ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum en Viðar segir að það skipti litlu máli.

„Þetta eru frábærir leikmenn og það hjálpar okkur en það kemur maður í manns stað þarna og alls engir aukvísar. VIð förum í alla leiki til að vinna og við ætlum að vinna Frakka."

Það vantar ekki breiddina í framherjastöðuna í hópinn en Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson berjast við Viðar um stöðuna.

„Við erum með fullt af frábærum framherjum. Möguleikarnir mínir eru kannski aðeins minni en ég er alltaf klár á að spila og reyni að vera það hvenær sem er," sagði hann ennfremur.

Vont að missa Aron

Aron Einar Gunnarsson er fjarri góðu gamni með íslenska liðinu á föstudaginn en hann meiddist á ökkla. Viðar segir þetta frábært tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp.

„Hann er frábær leikmaður og mikill leiðtogi og hefur gert frábæra hluti fyrir okkur. Það er vont fyrir okkur að missa hann en við erum með góða leikmenn líka og það er bara maður í manns stað og menn þurfa að stíga upp."

Mikið ströggl að skapa færi

Viðar er á láni hjá Rubin Kazan frá Rostov en honum hefur gengið illa að koma knettinum í netið þar eftir að hafa verið frábær með Hammarby í sumar. Hann hefur gert 1 mark í 10 deildarleikjum en Rubin er með frekar ungt lið og er í uppbyggingu.

„Ég er búinn að spila leikina en fyrir síðasta verkefni var búið að ganga vel. Svo kem ég aftur til baka og við töpum þremur leikjum í röð held ég og skorum ekki mark en svo náum við í fjögur stig úr tveimur leikjum. Þetta er að verða betra og áttum í miklu ströggli með að skapa færi og skora og það bitnar alveg á mér. Síðustu leikir hafa ekkert gengið rosalega vel, sjálfstraustið lítið en þetta er allt að koma."
Athugasemdir
banner