Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   lau 10. október 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestu fótboltakonurnar í FIFA 21
Kvenaboltinn
Tölvuleikurinn FIFA 21 er kominn út og eru nokkur kvennalandslið í leiknum.

Því miður er ekki íslenska kvennalandsliðið í leiknum en það er hægt að spila með lönd eins og Bandaríkin, England og Brasilíu.

Vefsíðan Goal tók saman lista yfir bestu fótboltakonurnar í leiknum.

Sú besta í leiknum er Megan Rapinoe, landsliðskona Bandaríkjanna, með 93 í einkunn. Hin ástralska Sam Kerr fær 92 og Wendie Renard, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon, fær einnig 92.

Hægt er að sjá listann hérna og einnig hvaða landslið eru í leiknum.
Athugasemdir
banner