Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   lau 10. október 2020 13:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Manchester United á toppinn
Kvenaboltinn
Tottenham 0 - 1 Manchester United
0-1 Millie Turner ('67)

Einum leik er lokið í fjórðu umferð ensku ofurdeildarinnar, efstu deildar á Englandi kvennamegin.

Leikið var á The Hive leikvanginum í London, heimavelli Tottenham. Heimakonur tóku á móti Manchester United og voru það gestirnir sem unnu 0-1 sigur.

Eina mark leiksins skoraði Millie Turner á 67. mínútu. Hún skallaði hornspyrnu Tobin Heath í netið.

Fjórða umferðin klárast með fjórum leikjum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner