Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 10. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Onana fór í annað próf - Ekki með veiruna
Andre Onana, markvörður Ajax, er ekki með kórónuveiruna. Hann segir frá þessu á Instagram.

Fjölmiðlar í Kamerún höfðu sagt frá því að Onana hefði greinst með kórónuveiruna, en hann fór í annað próf og seinna prófið sem hann tók var neikvætt.

Onana missir því ekki af næstu leikjum Ajax.

Ajax mætir Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni næstu helgi og á síðan leik við Liverpool á heimavelli í Meistaradeildinni á miðvikudeginum þar á eftir.

Onana er gríðarlega mikilvægur fyrir Ajax. Varamarkverðir liðsins eru hinn tvítugi Kjell Scherpen og hinn 38 ára gamli Maarten Steklenburg.
Athugasemdir