 
                        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Miðjumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson verður ekki með landsliðinu gegn Liechtenstein á morgun.
                
                
                                    „Hann hefur þegar yfirgefið hópinn og haldið til síns félagsliðs," segir í tilkynningu frá KSÍ sem var birt rétt áðan.
Það er ekki gefin út ástæða af hverju hann yfirgefur hópinn. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, verður væntanlega spurður út í það á fréttamannafundi á eftir.
Guðlaugur Victor, sem spilar með Schalke í Þýskalandi, hefur byrjað á miðjunni í undanförnum leikjum en frammistaða hans hefur ekki verið upp á marga fiska.
Hópurinn er orðinn frekar þunnur fyrir leikinn. Þrír leikmenn verða í banni í leiknum.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                