Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. nóvember 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
Mörk Ungverja úr öllum áttum
Icelandair
Dominik Szoboszlai miðjumaður Ungverja með boltann.
Dominik Szoboszlai miðjumaður Ungverja með boltann.
Mynd: Getty Images
„Þetta ungverska lið er ágætis lið. Þeir eru með gott skipulag en þetta er ekki besta lið í heimi og við eigum möguleika þarna. Við höfum farið í útileiki og staðið okkur vel," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag en þar var rætt um leik Íslands og Ungverjalands sem fer fram á fimmtudag.

Liðin mætast í Búdapest klukkan 19:45 annað kvöld en þar er sæti á EM undir.

„Ungverjarnir eru brögðóttir. Ef maður skoðar mörkin sem þeir hafa skorað í síðustu leikjum þá kemur þetta úr öllum áttum. Þeir geta legið til baka og sótt hratt og gert það ágætlega. Í síðasta leik unnu þeir Serbana úti á skyndisóknum. Í leiknum þar á undan skoruðu þeir þrjú mörk í kringum föst leikatriði. Í leiknum þar á undan skoruðu þeir tvö mörk úr geggjuðum uppspilssóknum."

„Þeir eru með líkamlega sterka stráka, hlaupa mikið og eru skipulagðir. Þetta eru strákar sem leggja sig 100% fram og eru á fullu. Þetta eru ekki bestu fótboltamenn í heimi en það er góð liðsheild í þessu. Síðan hafa þeir fullt af vopnum."


Hér að neðan má hlusta á umræðuna úr útvarpsþættinum en viðtalið við Sigurbjörn byrjar eftir 31 mínútu.
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur landsliðsins og íslenskar fréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner